Enski boltinn

Búið að reka Hughes - Mancini tekur við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini tekur við City.
Roberto Mancini tekur við City. Nordic Photos / AFP

Manchester City hefur staðfest að Mark Hughes hafi verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri liðsins og að Roberto Mancini hafi verið ráðinn í hans stað.

Mancini var þjálfari Inter í fjögur ár en var rekinn í fyrra og Jose Mourinho ráðinn í hans stað. Mancini hafði áður stýrt liðum Lazio og Fiorentina en sem leikmaður var hann í fimmtán ár hjá Sampdoria.

Fram kemur á heimasíðu Manchester City að Brian Kidd verður aðstoðarmaður Mancini hjá City.

Í yfirlýsingu frá Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformanni City, kom fram að árangur City í undanförnum leikjum sé ekki ásættanlegur miðað við þau markmið sem eigendur félagsins hafa sett liðinu. City hefur unnið tvo af síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni.

Mark Hughes var þó þakkað fyrir unnin störf og honum óskað alls hins besta í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×