Innlent

Þingflokkar VG og Samfylkingarinnar funda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn af nýjum þingmönnum Samfylkingarinnar. Hann var mættur á þingflokksfund í dag. Mynd/ Pjetur.
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn af nýjum þingmönnum Samfylkingarinnar. Hann var mættur á þingflokksfund í dag. Mynd/ Pjetur.
Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs komu saman klukkan hálftvö í dag.

Þetta er fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar sem fóru fram um helgina. Tekið var á móti nýjum þingmönnum flokkanna og má búast við því að stjórnarmyndun verði eitthvað til umræðu.

Gera má ráð fyrir að hugsanleg Evrópusambandsaðild beri eitthvað á góma í tengslum við þá umræðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×