Hermann: Verð áfram fyrst ég er byrjaður að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2009 14:39 Hermann mótmælir hér rauða spjaldinu sem Belhadj fékk í gær. Nordic Photos / AFP Hermann Hreiðarsson á ekki von á öðru en að hann verði í herbúðum Portsmouth til loka tímabilsins fyrst hann er byrjaður að spila á nýjan leik eins og hann orðaði það í samtali við Vísi. Hermann kom inn á sem varamaður í hálfleik er Portsmouth tapaði fyrir Swansea í enska bikarnum um helgina. Hann spilaði svo allan leikinn fyrir Portsmouth gegn Aston Villa í gær en Villa vann leikinn, 1-0. „Ég hugsa að ég verði nú hérna áfram fyrst maður er byrjaður að spila," sagði Hermann. Spurður hvort hann hafi fengið einhver viðbrögð frá Tony Adams knattspyrnustjóra eftir leik segir hann að það hafi verið óþarfi. „Ég veit alveg hvernig ég spilaði. Þetta var fínn leikur hjá liðinu í heild og ég hef rætt við hann nógu oft um mína stöðu." Til stóð að Hermann færi til Reading nú í janúarmánuði en Adams kom í veg fyrir það á síðustu stundu. Samningur Hermanns rennur út í lok tímabilsins en hann ætlar bara að bíða og sjá hvað verður þá. „Þessi mánuður er búinn að vera nokkuð strembinn og ég er kominn með upp í kok á þessu öllu saman. Hvað gerist í sumar kemur bara í ljós." Hermann sagði að úrslit leiksins í gær hefðu vitanlega verið svekkjandi. „Við sköpuðum okkur svo sem ekki mikið af dauðafærum en einhver þó auk þess sem við fengum átján hornspyrnur í leiknum. Við hefðum gjarnan viljað fá eitthvað úr leiknum." Portsmouth er nú í fjórtánda sæti deildarinnar með 24 stig, aðeins þremur stigum frá botnliðunum fjórum en það munar heldur ekki meira en þremur stigum á Portsmouth og Hull sem er í níunda sæti. „Þetta eru rúmlega tíu lið sem eru í þessari baráttu og því er hver einasti leikur mikilvægur," sagði Hermann spurður um framhaldið. „Því fyrr sem við förum að klífa upp töfluna því betra. Ég tel að við höfum mannskapinn í það." Nadir Belhadj hefur lengst af leikið sem vinstri bakvörður í haust og þannig haldið Hermanni utan liðsins. Belhadj lék hins vegar á vinstri kantinum í gær í stað Armand Traore sem var á bekknum. Belhadj fékk hins vegar að líta rauða spjaldið í gær og má því búast við að Traore komi aftur inn í liðið í næsta leik. Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Hermann Hreiðarsson á ekki von á öðru en að hann verði í herbúðum Portsmouth til loka tímabilsins fyrst hann er byrjaður að spila á nýjan leik eins og hann orðaði það í samtali við Vísi. Hermann kom inn á sem varamaður í hálfleik er Portsmouth tapaði fyrir Swansea í enska bikarnum um helgina. Hann spilaði svo allan leikinn fyrir Portsmouth gegn Aston Villa í gær en Villa vann leikinn, 1-0. „Ég hugsa að ég verði nú hérna áfram fyrst maður er byrjaður að spila," sagði Hermann. Spurður hvort hann hafi fengið einhver viðbrögð frá Tony Adams knattspyrnustjóra eftir leik segir hann að það hafi verið óþarfi. „Ég veit alveg hvernig ég spilaði. Þetta var fínn leikur hjá liðinu í heild og ég hef rætt við hann nógu oft um mína stöðu." Til stóð að Hermann færi til Reading nú í janúarmánuði en Adams kom í veg fyrir það á síðustu stundu. Samningur Hermanns rennur út í lok tímabilsins en hann ætlar bara að bíða og sjá hvað verður þá. „Þessi mánuður er búinn að vera nokkuð strembinn og ég er kominn með upp í kok á þessu öllu saman. Hvað gerist í sumar kemur bara í ljós." Hermann sagði að úrslit leiksins í gær hefðu vitanlega verið svekkjandi. „Við sköpuðum okkur svo sem ekki mikið af dauðafærum en einhver þó auk þess sem við fengum átján hornspyrnur í leiknum. Við hefðum gjarnan viljað fá eitthvað úr leiknum." Portsmouth er nú í fjórtánda sæti deildarinnar með 24 stig, aðeins þremur stigum frá botnliðunum fjórum en það munar heldur ekki meira en þremur stigum á Portsmouth og Hull sem er í níunda sæti. „Þetta eru rúmlega tíu lið sem eru í þessari baráttu og því er hver einasti leikur mikilvægur," sagði Hermann spurður um framhaldið. „Því fyrr sem við förum að klífa upp töfluna því betra. Ég tel að við höfum mannskapinn í það." Nadir Belhadj hefur lengst af leikið sem vinstri bakvörður í haust og þannig haldið Hermanni utan liðsins. Belhadj lék hins vegar á vinstri kantinum í gær í stað Armand Traore sem var á bekknum. Belhadj fékk hins vegar að líta rauða spjaldið í gær og má því búast við að Traore komi aftur inn í liðið í næsta leik.
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira