Enski boltinn

Chelsea áfrýjaði brottvísun Lampard

NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að því hafi borist áfrýjun frá Chelsea vegna rauða spjaldsins sem miðjumaðurinn Frank Lampard fékk að líta í leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Lampard var rekinn af velli fyrir brot á Xabi Alonso fyrir framan nefið á Mike Riley dómara, en þetta var ekki fyrsta samstuð þeirra félaga.

Spænski landsliðsmaðurinn ökklabrotnaði eftir viðskipti sín við Lampard í leik árið 2005.

Lampard mun missa af leikjum gegn Hull og Aston Villa í deildinni og bikarleik gegn Watford ef hann þarf að sitja af sér hefðbundið þriggja leikja bann.

Knattspyrnusambandið tekur mál hans fyrir á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×