Smíði Hvítárbrúar við Flúðir komin á fullt skrið 30. júní 2009 18:41 Fyrstu undirstöður nýrrar Hvítárbrúar við Flúðir í Árnessýslu voru reknar niður í árfarveginn í dag. Verktakinn segir það guðsgjöf að hafa hreppt verkið og oddviti Bláskógabyggðar segir brúna verða mikilvæga þvertengingu fyrir uppsveitir Suðurlands.Tuttugu manna vinnuflokkur Ræktunarsambands Flóa og Skeiða hóf verkið fyrir mánuði með því að leggja veg að brúarstæðinu en Hvítá verður brúuð milli Reykholts og Flúða. Í morgun hófst svo sjálf brúarsmíðin þegar starfsmenn Vegagerðarinnar byrjuðu með sérstökum fallhamri að reka niður staura sem brúarstöplarnir munu hvíla á. Eftir helgi byrja svo smiðir frá Já-verki að slá upp fyrir stöplunum.Kjartan Þorvarðarson, verkstjóri hjá Ræktunarsambandinu, segir að nú þegar kreppa sé í landinu sé allir himinlifandi að hafa fengið þetta verkefni. Búið sé að vera magurt í vetur og það hafi verið guðsgjöf að fá þetta.Á eyri sem rutt var út í ána er búið að skapa aðstöðu fyrir brúarsmíðina en brúin verður byggð í tveimur áföngum. Þegar fyrri áfanginn verður tilbúinn verður ánni veitt undir hann og tekið til við að smíða seinni áfanginn, einnig á þurru.Brúin sjálf verður 270 metra löng og sú áttunda lengsta á landinu. Leggja þarf samtals um átta kílómetra langa vegi að brúnni sem áætlað er að verði opnuð umferð eftir aðeins fjórtán mánuði. Við það styttist leiðin milli Reykholts og Flúða um 26 kílómetra.Beggja vegna ár bíða menn með tilhlökkun eftir brúnni. Oddviti Bláskógabyggðar, Margeir Ingólfsson, segir að hún muni styrkja samfélögin á svæðinu og auka samstarf og samvinnu. Kveðst hann viss um að ef brúin væri komin, eins og stefnt hafi verið að fyrir margt löngu, væri þetta eitt og sama sveitarfélag, sitt hvoru megin árinnar. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fyrstu undirstöður nýrrar Hvítárbrúar við Flúðir í Árnessýslu voru reknar niður í árfarveginn í dag. Verktakinn segir það guðsgjöf að hafa hreppt verkið og oddviti Bláskógabyggðar segir brúna verða mikilvæga þvertengingu fyrir uppsveitir Suðurlands.Tuttugu manna vinnuflokkur Ræktunarsambands Flóa og Skeiða hóf verkið fyrir mánuði með því að leggja veg að brúarstæðinu en Hvítá verður brúuð milli Reykholts og Flúða. Í morgun hófst svo sjálf brúarsmíðin þegar starfsmenn Vegagerðarinnar byrjuðu með sérstökum fallhamri að reka niður staura sem brúarstöplarnir munu hvíla á. Eftir helgi byrja svo smiðir frá Já-verki að slá upp fyrir stöplunum.Kjartan Þorvarðarson, verkstjóri hjá Ræktunarsambandinu, segir að nú þegar kreppa sé í landinu sé allir himinlifandi að hafa fengið þetta verkefni. Búið sé að vera magurt í vetur og það hafi verið guðsgjöf að fá þetta.Á eyri sem rutt var út í ána er búið að skapa aðstöðu fyrir brúarsmíðina en brúin verður byggð í tveimur áföngum. Þegar fyrri áfanginn verður tilbúinn verður ánni veitt undir hann og tekið til við að smíða seinni áfanginn, einnig á þurru.Brúin sjálf verður 270 metra löng og sú áttunda lengsta á landinu. Leggja þarf samtals um átta kílómetra langa vegi að brúnni sem áætlað er að verði opnuð umferð eftir aðeins fjórtán mánuði. Við það styttist leiðin milli Reykholts og Flúða um 26 kílómetra.Beggja vegna ár bíða menn með tilhlökkun eftir brúnni. Oddviti Bláskógabyggðar, Margeir Ingólfsson, segir að hún muni styrkja samfélögin á svæðinu og auka samstarf og samvinnu. Kveðst hann viss um að ef brúin væri komin, eins og stefnt hafi verið að fyrir margt löngu, væri þetta eitt og sama sveitarfélag, sitt hvoru megin árinnar.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira