Enski boltinn

Di Michele: Spalletti betri en Ferguson og Mourinho

AFP

Ítalski framherjinn Davide Di Michele hjá West Ham segir að Luciano Spalletti þjálfari Roma sé betri þjálfari en Jose Mourinho hjá Inter og Alex Ferguson hjá Manchester United.

Þetta sagði kappinn í viðtali við fótboltamiðilinn goal.com í dag í tilefni af viðureignum ítalskra og enskra liða í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Roma mætir þar Arsenal og Manchester United mætir Inter, en Di Michele hefur miklar mætur á þjálfara Roma eftir að hafa spilað undir hans stjórn hjá Undinese á sínum tíma.

"Spalletti er besti þjálfari sem völ er á í mínum huga og ég set Ferguson og Mourinho í sama klassa. Spalletti hefur vinninginn hvað varðar leikskipulag og sem manneskja. Ég ber eintóman hlýhug til hans," sagði Ítalinn.

Hann telur Roma sigurstranglegra á móti Arsenal. "Ég tel að Roma sé sigurstranglegra af því Arsenal er að fara í gegn um erfiða tíma og Fabregas er meiddur. Mér sýnist Roma vera á betra skriði núna og því líklegra til að fara áfram," sagði Di Michele.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×