Enski boltinn

Ferguson í vandræðum með að velja lið sitt

AFP

Sir Alex Ferguson viðurkennir að hann hafi ekki hugmynd um hver sé sterkasta liðsuppstilling hans hjá Manchester United.

Breska blaðið Sun hefur eftir Skotanum að það sé mikill höfuðverkur að velja í liðið hverju sinni því hópur United er mjög sterkur og flestir menn að leika vel um þessar mundir.

"Ég er farinn að kvíða fyrir því að velja í liðið og fæ samviskubit þegar ég þarf að hafa menn á bekknum sem hafa staðið sig vel. Þetta er fínt fyrir klúbbinn en svona lagað gerir starf knattspyrnustjórans ekki auðvelt. Stundum er ég spurður að því hvað sé mitt sterkasta lið, en ég hef ekki hugmynd um það. Ég gæti kannski nefnt 14-15 bestu leikmennina í hópnum. Það eina sem ég get sagt er að við eigum fjandi góðan leikmannahóp," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×