Innlent

Ók undir áhrifum fíkniefna og fékk piparúða í augun

Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður af lögreglunni í Hafnarfiri aðfaranótt sunndags. Hann brást hinn versti við afskiptum lögreglunnar og lét ófriðlega að hennar sögn. Fór svo að hann var yfirbugaður með piparúða.

Hann var einn af þremur ökumönnum sem voru stöðvaði vegna fíkniefnaaksturs.

Hinir tveir voru voru stöðvaðir aðfaranótt laugardagsins. Annar var tekinn á Miklubraut en sá var með fullan bíla af farþegum og fleiri en ökutækið er skráð fyrir. Bíllinn var ennfremur ótryggður og því voru skráningarnúmerin fjarlægð. Hinn pilturinn var tekinn á Seltjarnarnesi en sá var á stolnum bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×