Lífið

Íslendingar opna Serrano í Svíþjóð

Einar Örn Einarsson flutti ásamt kærustunni til Stokkhólms og opnaði Serrano stað.
Einar Örn Einarsson flutti ásamt kærustunni til Stokkhólms og opnaði Serrano stað.

„Við höfum rekið Serrano í sex ár á Íslandi og það hefur gengið rosalega vel en á Íslandi eru takmarkaðir möguleikar á að stækka og okkur leist best á Svíþjóð," svarar Einar Örn Einarsson sem stofnaði og rekur Serrano veitingahúsin ásamt Emil Helga Lárussyni.

„Þetta hefur verið eitt og hálft ár í undirbúningi. Fyrir tveimur árum ákváðum við að fara til Stokkhólms. Það er borg sem ég kann mjög vel við. Það var erfitt að finna staðsetninguna en við höfum verið heppnir," segir Einar Örn.

„Við erum með tvo Íslendinga í vinnu. Bæði veitingastjórinn og sá sem er yfir eldhúsinu," segir Einar Örn.

„Staðurinn er í úthverfinu Vallingby sem er vestur af Stokkhólmi. Við opnuðum síðasta fimmtudag og það hefur gengið mjög vel," segir Einar Örn.

„Ég ákvað að flytja hingað í tengslum við þetta. Stór ástæða fyrir því að við völdum Stokkhólm er að annar okkar þurfti að flytja þangað."

Stendur til að opna fleiri Serrano staði úti í heimi? „Það kemur í ljós. Möguleikarnir eru miklir að opna marga staði í Svíðþjóð því markaðurinn er margfalt stærri en heima á Íslandi. Við ætlum að byrja að reyna að koma undir okkur fótunum hérna."

„Viðtökurnar hafa verið fínar. Svíar eru mikið fyrir mexíkóskan mat. Við teljum Serrano klárlega passa hérna," segir Einar Örn áður en kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.