Enski boltinn

Wenger á ekki von á að Tottenham fari niður

AFP
Arsenal getur jafnað félagsmet í dag þegar liðið sækir Tottenham heim í ensku úrvalsdeildinni.

Ef liðinu tekst að forðast tap gegn erkifjendum sínum, verður það nítjándi deildarleikurinn í röð gegn Tottenham án taps.

Arsenal tapaði ekki fyrir Chelsea í nítján leikjum á árunum 1995-2005 og var einnig taplaust gegn Aston Villa í nítján leikjum frá árinu 1999 til 2008.

Arsenal hefur ekki tapað í síðustu átján leikjum í röð gegn Tottenham þar sem tíu leikir hafa unnist og átta lokið með jafntefli.

Þrátt fyrir erfiðleika Tottenham á leiktíðinni, telur Arsene Wenger að liðið muni bjarga sér frá falli í vor þrátt fyrir að vera aðeins einu stigi frá fallsæti eins og staðan er í dag.

"Ég á ekki von á því að Tottenham fari niður en það eru tíu lið í deildinni í dag sem eiga raunhæfa möguleika á falli. Þegar menn eru á annað borð komnir í vandræði þarna niðri, verður þetta alltaf erfitt. Ég held samt að tottenham hafi yfir flestum gæðaleikmönnum að ráða af þessum tíu liðum," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×