Fótbolti

Annar sigurinn í röð kom Eggerti og félögum upp í fimmta sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Mynd/AFP

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts eru komnir upp í efri hlutann í skosku úrvalsdeildinni eftir 1-0 sigur á Falkirk í dag. Sigurmarkið skoraði fyrirliðinn Michael Stewart úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik.

Eggert spilaði allan leikinn á miðjunni en Hearts-liðið fylgdi þarna eftir flottum sigri á Celtic um síðustu helgi og náði með því að komast upp í efri hluta deildarinnar í fyrsta skiptið á tímabilinu.

Hearts er nú við hlið Motherwell í 5. og 6. sæti en er ofar á betri markatölu. Liðin mætast einmitt í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×