Innlent

Dólgapópúlismi Ögmundar

Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar ritstýrir Herðubreið.
Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar ritstýrir Herðubreið.
Yfirlýsing Ögmundar Jónassonar um að hann afþakki ráðherralaun markar nýjar lægðir í ódýrri yfirboðs- og yfirborðspólitík mánuði fyrir kosningar, segir á vefritinu Herðubreið sem tengist Samfylkingunni.

Ögmundur hefur afsalað sér ráðherralaunum meðan núverandi ríkisstjórn situr. Hann þiggur því þingfararkaup fyrir störf sín sem ráðherra og þingmaður.

„Skyldu líkurnar hafa aukist á því að Ögmundur verði ráðherra í næstu ríkisstjórn eða skyldu vera síðustu forvöð fyrir hann að slá enn eitt met í dólgapópúlisma?" segir í pistli Herðubreiðar.

Ritstjóri Herðubreiðar, Karl Th. Birgisson, er fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Auk Karls sitja í ritnefnd: Anna Pála Sverrisdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna, Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Jens Sigurðsson varabæjarfulltrúi og Kristrún Heimisdóttir varaþingmaður.

Pistil Herðubreiðar er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×