Innlent

Kannabisræktandi dæmdur

Kannabisplöntur Maðurinn hafði um nokkurt skeið ræktað kannabisplöntur.
Kannabisplöntur Maðurinn hafði um nokkurt skeið ræktað kannabisplöntur.

 Karlmaður á þrítugsaldri af erlendum uppruna hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu fíkniefna, sem hann er talinn hafa ætlað til sölu. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ræktun á kannabisplöntum.

Fíkniefnin og plönturnar geymdi maðurinn í bílskúr í Stelkshólum 4 í Reykjavík. Um var að ræða tæp 700 grömm af kannabislaufum og 83 kannabis-plöntur. Hafði hann ræktað plönturnar um nokkurt skeið.

Maðurinn játaði sök. Auk fíkniefnanna var gerður upptækur hjá honum ýmis konar búnaður til ræktunarinnar. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×