Íslenski boltinn

Keflvíkingar styrkja vörnina sína fyrir sumarið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, biður nýju leikmennina velkomna.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, biður nýju leikmennina velkomna. Mynd/Heimasíða Keflavíkur

Keflvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Pespi-deildinni í sumar en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. Þetta eru slóvenskur varnarmaður og danskur markvörður.

Alen Sutej er 23 ára slóvenskur varnarmaður sem hefur leikið stöðu miðvarðar hjá Livar Gorica og Ljubljana í efstu deild í Slóveníu.

Lasse Jörgensen er 24 ára danskur markvörður sem kemur frá Silkeborg IF þar sem Hörður Sveinsson og Hólmar Rúnarsson léku báðir á sínum tíma.

Auk þeirra Alens og Lasse þá hefur Keflavík fengið til sín Hauk Inga Guðnason og Bjarna Hólm Aðalsteinsson en á heimasíðunni kemur fram að átta leikmenn Keflavíkurliðsins séu farnir í önnur lið eða geta ekki leikið í sumar vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×