Íslenski boltinn

Íhugar að seinka leik Vals og Fjölnis annað árið í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benedikt Bóas Hinriksson.
Benedikt Bóas Hinriksson.

„Ég er búinn að vera að hugsa um það í allan dag hvort ég eigi að gera þetta aftur. Þó ekki væri nema bara upp á húmorinn. Ég myndi þó ekki seinka honum um korter núna. Kannski bara í 5-10 mínútur," sagði Benedikt Bóas Hinriksson, fjölmiðlafulltrúi Vals.

Benedikt byrjaði ekki vel sem fjölmiðlafulltrúi Vals í fyrra þegar Vodafone-völlurinn var vígður með leik Vals og Fjölnis. Sömu lið mætast einmitt aftur í kvöld.

Benedikt gleymdi skýrslunni í prentaranum og Kristinn Jakobsson dómari neitaði að hefja leikinn fyrr en skýrslan hefði fundist.

Var fjölmiðlafulltrúinn kallaður upp, skýrslan fannst og leikurinn fór því af stað fimmtán mínútum á eftir áætlun.

„Ég var bara kominn í miðasöluna þegar þetta gerðist. Kristinn Jakobsson dómari hló nú bara að þessu en það voru ekki allir eins kátir. Sumir voru meira að segja svolítið reiðir en það er allt gleymt núna," sagði Benedikt kátur en hann verður nú líklega á tánum eftir allt saman svo leikurinn rúlli af stað á auglýstum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×