Innlent

Kirkjuberserkur áður komið við sögu lögreglu

Maðurinn, sem framdi skemmdarverk í Bessastaðakirkju eftir messu þar í gær, hefur áður komið við sögu lögreglu vegna afbrota. Hann er um þrítugt og gistir fangageymslur lögreglunnar þar til yfirheyrslur yfir honum hefjast í dag.

Að sögn lögregu var hann í annarlegu ásandi þegar lögreglumenn yfirbuguðu hann. Hann braut meðal annars steinda glugga eftir Finn Jónsson og Gumund Einarsson og aldagamla kertastjaka. Tjónið verður metið í dag og eins skoðað hvort hægt verður að lagfæra munina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×