Erlent

Breskir lögregluþjónar miður sín yfir hundadauða

Eyðilagðir lögreglumenn.
Eyðilagðir lögreglumenn.

Breskir lögregluþjónar í Notthinham eru bókstaflega eyðilagðir eftir að tveir lögegluhundar fundust dauðir í lögreglubíl fyrir utan lögreglustöðina.

Ljóst er að hundarnir drápust úr hita. Þennan dag var einn heitasti dagurinn í Bretlandi en hitabylgja tröllríður þar öllu. Hitinn var um 28 gráður þegar hundarnir dóu.

Mistökin eru litin alvarlegum augum og er rannsókn hafinn á málinu. Samkvæmt BBC eru lögreglumennirnir gjörsamlega eyðilagðir vegna málsins og vilja niðurstöðu í það.

Þeir komu saman og minntust hundanna tveggja og lögðu blóm þar sem þeir eru grafnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×