Enski boltinn

Barry gæti farið frá Aston Villa í sumar

NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að miðjumaðurinn Gareth Barry fari frá félaginu næsta sumar.

Barry var orðaður við Liverpool vikum saman í fyrra en ákvað að lokum að halda áfram hjá Villa. Hann sér væntanlega ekki eftir því í dag enda hefur Villa liðið spilað betur en nokkur þorði að vona og situr í þriðja sæti deildarinnar.

"Gareth verður hér til loka leiktíðar og hann stóð við loforð sitt um að fara ekki í janúar," sagði O´Neill í samtali við News of the World.

"Það má vel vera að hann kjósi að vera hér áfram, en við vitum ekki hvað gerist ef liðið nær ekki að vinna sér sæti í Evrópukeppni. Það sem ég virði við hann er fyrst og fremst það að hann ætlar að klára þessa leiktíð, því það var allt sem ég vildi fá frá honum. Ég á ekki von á að nokkur verði honum reiður ef hann kýs að breyta til eftir allan þennan tíma hér," sagði O´Neill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×