Innlent

Stórbruni í Síðumúla 34 - Bein útsending

MYND/Daníel Rúnarsson

Mikill eldur braust út í Síðumúla 34 í Reykjavík. Slökkviliðið sendi allt tiltækt lið á vettvang. Í húsinu eru meðal annars fyrirtækin Ferskar kjötvörur, Adagio hárstofa og Mótorsport.

Íbúar í nágrenninu er beðnir um að loka gluggum og kynda hús sín eins og kostur er. Einnig er fólk beðið um að halda sig frá vettvangi en þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu vegna brunans.





MYND/Jóhann Ómarsson.

Svo virðist sem eldurinn hafi brotist út á efstu hæð hússins eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá þakviðgerðum en á efstu hæð hússins er íbúðarhúsnæði.

Smelltu hér til þess að sjá beina útsendingu frá myndavél á þaki Orkuveitunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×