Foreldrar ganga fyrir börnum Karen Kjartansdóttir skrifar 19. nóvember 2009 00:01 Breyta þarf reglum um umgegni forsjárlausra foreldra við börn sín og veita forráðamönnum þeirra tækifæri til að vernda þau fyrir ofbeldi. Þetta er krafa nýstofnaðs félags sem nefnst félag forsjárforeldra. Lögfræðingur sem rannsakað hefur þessi mál segir núgildandi fyrirkomulag jafnvel hafa verið þess valdandi að foreldrar sem afplánað hafa dóma fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum sín fá að umgangast þau eftir afplánun. Á síðu félagsins segir að því sé ætlað að vekja samfélagið til meðvitundar um það hvernig staðið er að umgengismálum. Eins og staðan sé fái foreldrar sem ekki hafi forræði nær undantekningalaus umgengnisrétt sama hvernig þeir hafa brotið á börnum sínum. Elísabet Gísladóttir lögfræðingur hjá umboðsmanni barna hefur rannsakað umgengismál sem komið hafa upp undanfarinn áratug. Segist hún aðeins hafa vitneskju um eitt mál þar sem foreldri fékk ekki að hitta barn sitt. En þar bentu gögn til þess að það forsjárlaus faðir barnsins hefði beitt það kynferðisofbeldi. Þó var kveðið á um að faðirinn ætti að fá að umgangast yngri systur barnsins. Elísabet segir einnig dæmi um að barn ætti að hitta föður sinn þótt faðirinn hafi afplánað dóm vegna kynferðisofbeldis gegn sama barni og þrátt fyrir að gögn fagaðila sýndu að það hefði skaðleg áhrif á barnið að umgangast hann. Réttur foreldra til að umgangast börn sín sé afar sterkur og gangi framar hagsmunum barnanna sjálfra. Elísabet segir það vitanlega helst eiga vera þannig að börn geti umgengist báða foreldra sína. Stundum séu málin þó einfaldlega þannig vaxinn að velta þurfi réttmælti þess fyrir sér. Til dæmis hafi tvö lítil börn verið látinn hitta föður sinn ásamt gæslumanni þar sem hegðun hans þótti svo ófyrirsjáanleg og börnin svo hrædd. Hins vegar hafi það komið upp að gæslumaðurinn treysti sér ekki til að vera einn með manninum ásamt börnunum. Var þá málið leyst þannig að tveir gæslumenn voru látnir fylgja börnunum þegar maðurinn átti að umgangast þau. Telur hún að reglur um umgengni forsjárlausra foreldra geta stangast á við skyldur forráðamanna um að verja börn sín fyrir ofbeldi og veita þeim öryggi og skjól. Félagið má finna á slóðinni felagforsjarforeldra.is Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Breyta þarf reglum um umgegni forsjárlausra foreldra við börn sín og veita forráðamönnum þeirra tækifæri til að vernda þau fyrir ofbeldi. Þetta er krafa nýstofnaðs félags sem nefnst félag forsjárforeldra. Lögfræðingur sem rannsakað hefur þessi mál segir núgildandi fyrirkomulag jafnvel hafa verið þess valdandi að foreldrar sem afplánað hafa dóma fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum sín fá að umgangast þau eftir afplánun. Á síðu félagsins segir að því sé ætlað að vekja samfélagið til meðvitundar um það hvernig staðið er að umgengismálum. Eins og staðan sé fái foreldrar sem ekki hafi forræði nær undantekningalaus umgengnisrétt sama hvernig þeir hafa brotið á börnum sínum. Elísabet Gísladóttir lögfræðingur hjá umboðsmanni barna hefur rannsakað umgengismál sem komið hafa upp undanfarinn áratug. Segist hún aðeins hafa vitneskju um eitt mál þar sem foreldri fékk ekki að hitta barn sitt. En þar bentu gögn til þess að það forsjárlaus faðir barnsins hefði beitt það kynferðisofbeldi. Þó var kveðið á um að faðirinn ætti að fá að umgangast yngri systur barnsins. Elísabet segir einnig dæmi um að barn ætti að hitta föður sinn þótt faðirinn hafi afplánað dóm vegna kynferðisofbeldis gegn sama barni og þrátt fyrir að gögn fagaðila sýndu að það hefði skaðleg áhrif á barnið að umgangast hann. Réttur foreldra til að umgangast börn sín sé afar sterkur og gangi framar hagsmunum barnanna sjálfra. Elísabet segir það vitanlega helst eiga vera þannig að börn geti umgengist báða foreldra sína. Stundum séu málin þó einfaldlega þannig vaxinn að velta þurfi réttmælti þess fyrir sér. Til dæmis hafi tvö lítil börn verið látinn hitta föður sinn ásamt gæslumanni þar sem hegðun hans þótti svo ófyrirsjáanleg og börnin svo hrædd. Hins vegar hafi það komið upp að gæslumaðurinn treysti sér ekki til að vera einn með manninum ásamt börnunum. Var þá málið leyst þannig að tveir gæslumenn voru látnir fylgja börnunum þegar maðurinn átti að umgangast þau. Telur hún að reglur um umgengni forsjárlausra foreldra geta stangast á við skyldur forráðamanna um að verja börn sín fyrir ofbeldi og veita þeim öryggi og skjól. Félagið má finna á slóðinni felagforsjarforeldra.is
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira