Innlent

Varað við hreindýrum á Austurlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreindýr. Mynd/ Vilhelm.
Hreindýr. Mynd/ Vilhelm.
Hálka og hálkublettir eru víða á Austurlandi, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hellisheiði eystri er ófær. Hálka og snjókoma er á Fjarðarheiði og hálka á Oddskarði. Þæfingsfærð og snjókoma er á Breiðdalsheiði. Þá er fólk beðið um að hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands. Á Norðurlandi er víða hálka og hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þungfært er í Fljótum og ófært á Lágheiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×