Erlent

Krónprinsessa Svía á leiðinni að altarinu

Viktoría krónprinsessa Svía hefur trúlofast Daniel Westling kærasta sínum, samkvæmt tilkynningu frá konunglegu hirðinni í Svíþjóð.

Tilkynnt var um trúlofunina eftir að Fredrik Reinhaldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, hitti Karl Gústaf Svíakonung í konungshöllinni eftir hádegi í dag.

Gert er ráð fyrir að brúðkaupið fari fram sumarið 2010 en ríkisstjórnin verður að samþykkja brúðkaupið áður, samkvæmt sænsku stjórnarskránni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar heimili hjónanna verður í framtíðinni.

Síðasta konunglega brúðkaupið í Svíþjóð var árið 1973 þegar Karl Gústaf giftist Sylvíu drottningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×