Misrétti gegn rauðhærðum sjaldan tekið alvarlega 19. nóvember 2009 14:27 Rauhærðir á alþjóðlegum degi rauðhærðra í Hollandi. Íslenskufræðingurinn Esther Ösp Gunnarsdóttir segir misrétti gegn rauðhærðum sjaldnast tekið alvarlega. Sjálf er hún rauðhærð, fjölskyldan og kærastinn líka. Þar að auki þá skrifaði hún B.A. ritgerð í íslensku um rauðhærðar sögupersónur í barnabókum. Esther hefur meira að það segja prentað boli fyrir rauðhærða auk þess sem hún ásamt fjölskyldu halda úti síðunni, rauðhausar.com. Á Facebook er hvatt til þess að fólk taki þátt í svokölluðum „Kick a ginger day". Það mætti þýða sem: „Spörkum í rauðhærða-dagurinn". Samtök Heimilis og skóla hafa sent út tilkynningu þar sem yfirvöld eru beðin um að taka hart á slíku framferði. Þá hafa skólastjórnendur í Kópavogi sent foreldrum bréf vegna málsins og þau hvött til þess að fræða börnin sín. Í fjölmiðlum hefur komið fram að dagurinn hafi sprottið upp vegna Southpark-þáttar sem var sýndur fyrir allnokkru. Hann gekk út á að ein sögupersónan fór í nánast heilagt stríð við rauðhærða í bænum og sagði þá sálarlausa. Esther bendir hinsvegar á að dagurinn eigi sér eldri rætur. Í Bretlandi kallast dagurinn „Gingers bashing day" eða „lúberjum rauðhærða-dagurinn". Sá dagur er enn haldin hátíðlegur í minnst einum framhaldsskóla í Bretlandi. „Þetta eru frekar undarlegt viðbrögð hjá þjóð sem telur 15 prósent rauðhærðra," segir Esther en Bretar eiga hæsta hlutfall rauðhærðra í heiminum. Esther skrifaði ritgerð um rauðhærðar kjarnakonur í fjórum barnasögum. Það er að segja, Línu Langsokk, Fríðu framhleypnu, Önnu í Grænuhlíð og svo Sossu sólskinsbarn. „Þær eiga það sameiginlegt að vera ákveðnar, hugmyndaríkar, framhleypnar og dálítið sérstakar," segir Esther sem segist sjálf hafa fundið fyrir nokkurskonar fordómum vegna hárlitarins eins og flestir rauðhærðir að hennar sögn. Henni var strítt þegar hún var lítil, „en sjálf er ég mjög ákveðin þannig það hætti mjög fljótlega." Hún segir alla þá sem eru rauðhærðir vera mjög meðvitaðir um hárlitinn. Hann móti þá frekar sem persónur heldur en þegar einstaklingar eru dökkhærðir eða ljóshærðir. „Misrétti gagnvart rauðhærðum er sjaldnast tekið alvarlega," segir Esther og bendir á að ef dagurinn hefði heitið til að mynda: Spörkum í samkynhneigða-dagurinn. Eða: Spörkum í svarta-dagurinn. Þá yrði málið væntanlega lögreglumál fljótlega. „En það er gott að það sé verið að fjalla um þetta. Foreldrar þurfa náttúrulega að ræða almennt við börn um ofbeldi, þá ekki bara gegn rauðhærðum," segir Esther að lokum. Tengdar fréttir Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Íslenskufræðingurinn Esther Ösp Gunnarsdóttir segir misrétti gegn rauðhærðum sjaldnast tekið alvarlega. Sjálf er hún rauðhærð, fjölskyldan og kærastinn líka. Þar að auki þá skrifaði hún B.A. ritgerð í íslensku um rauðhærðar sögupersónur í barnabókum. Esther hefur meira að það segja prentað boli fyrir rauðhærða auk þess sem hún ásamt fjölskyldu halda úti síðunni, rauðhausar.com. Á Facebook er hvatt til þess að fólk taki þátt í svokölluðum „Kick a ginger day". Það mætti þýða sem: „Spörkum í rauðhærða-dagurinn". Samtök Heimilis og skóla hafa sent út tilkynningu þar sem yfirvöld eru beðin um að taka hart á slíku framferði. Þá hafa skólastjórnendur í Kópavogi sent foreldrum bréf vegna málsins og þau hvött til þess að fræða börnin sín. Í fjölmiðlum hefur komið fram að dagurinn hafi sprottið upp vegna Southpark-þáttar sem var sýndur fyrir allnokkru. Hann gekk út á að ein sögupersónan fór í nánast heilagt stríð við rauðhærða í bænum og sagði þá sálarlausa. Esther bendir hinsvegar á að dagurinn eigi sér eldri rætur. Í Bretlandi kallast dagurinn „Gingers bashing day" eða „lúberjum rauðhærða-dagurinn". Sá dagur er enn haldin hátíðlegur í minnst einum framhaldsskóla í Bretlandi. „Þetta eru frekar undarlegt viðbrögð hjá þjóð sem telur 15 prósent rauðhærðra," segir Esther en Bretar eiga hæsta hlutfall rauðhærðra í heiminum. Esther skrifaði ritgerð um rauðhærðar kjarnakonur í fjórum barnasögum. Það er að segja, Línu Langsokk, Fríðu framhleypnu, Önnu í Grænuhlíð og svo Sossu sólskinsbarn. „Þær eiga það sameiginlegt að vera ákveðnar, hugmyndaríkar, framhleypnar og dálítið sérstakar," segir Esther sem segist sjálf hafa fundið fyrir nokkurskonar fordómum vegna hárlitarins eins og flestir rauðhærðir að hennar sögn. Henni var strítt þegar hún var lítil, „en sjálf er ég mjög ákveðin þannig það hætti mjög fljótlega." Hún segir alla þá sem eru rauðhærðir vera mjög meðvitaðir um hárlitinn. Hann móti þá frekar sem persónur heldur en þegar einstaklingar eru dökkhærðir eða ljóshærðir. „Misrétti gagnvart rauðhærðum er sjaldnast tekið alvarlega," segir Esther og bendir á að ef dagurinn hefði heitið til að mynda: Spörkum í samkynhneigða-dagurinn. Eða: Spörkum í svarta-dagurinn. Þá yrði málið væntanlega lögreglumál fljótlega. „En það er gott að það sé verið að fjalla um þetta. Foreldrar þurfa náttúrulega að ræða almennt við börn um ofbeldi, þá ekki bara gegn rauðhærðum," segir Esther að lokum.
Tengdar fréttir Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24