Erlent

Meira en 500 handteknir í vændisaðgerð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Meira en 500 manns voru handteknir þegar bandaríska alríkislögreglan lét til skarar skríða í stóraðgerð sem átti sér stað í 29 bandarískum borgum samtímis í gær. Aðgerðinni var stefnt gegn barnavændi og voru 48 börn undir lögaldri tekin í gæslu lögreglu á þeim stöðum sem leitin náði til.

Meðal hinna handteknu voru bæði viðskiptavinir og aðilar sem stjórnuðu vændinu, en auk þess lagði lögregla hald á nokkur hundruð þúsund dollara, fíkniefni og tölvur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×