Erlent

Stórbruni í Kínahverfinu á Manhattan

Slökkviliðsmenn í New York berjast nú við mikinn eldsvoða í sex hæða húsi í Kínahverfi borgarinnar. Að minnsta kosti einn hefur látist í brunanum og 28 manns eru slasaðir.

Þar á meðal eru sex slökkviliðsmenn. Fimm hinna slösuðu eru sagðir í lífshættu. Ekki er ljóst hvað olli brunanum en 168 slökkviliðsmenn hafa barist við hann í fjóra klukkutíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×