Innlent

Segja fyrirtæki þvinga starfsmenn til að falla frá hækkunum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Einstök fyrirtæki innan raða Samtaka atvinnulífsins hafa reynt að þvinga starfsmenn sína til þess að falla frá umsömdum launahækkunum sem komu til framkvæmda frá 1. nóvember. Þetta kom fram á fundi miðstjórnar ASÍ og gagnrýndi stjórnin þessar tilraunir harðlega.

Í ályktun miðstjórnar segir að almennt launafólk hafi undanfarna mánuði sýnt atvinnulífinu mikinn skilning á erfiðri stöðu fyrirtækjanna og í reynd axlað mikla ábyrgð á stöðu efnahagsmála með því að fresta umsömdum launahækkunum bæði á þessu ári og því næsta um sex til átta mánuði.

„Það er því algerlega óviðunandi að einstaka fyrirtæki þakki fyrir sig með því að þvinga fólk til að afsali sér þessum hækkunum í skjóli óbeinna hótanna um atvinnumissi," segir ennfremur um leið og miðstjórnin krefst þess að frá þessu verði fallið tryggt að allir félagsmenn njóti þeirra hækkana sem um var samið í kjarasamningunum í febrúar 2008.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×