Enski boltinn

Kompany: Gott andrúmsloft í búningsklefanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vincent Komany.
Vincent Komany.

Vincent Kompany, leikmaður Manchester City, segir það ekki satt að andrúmsloftið í búningsherbergi liðsins sé slæmt. Leikmenn City koma víða að og götublöð Englands greint frá því að rifrildi séu algeng meðal þeirra.

Meðal annars hefur verið sagt að Craig Bellamy og Robinho tali ekki saman. „Þegar ég les eða heyri um að andrúmsloftið hjá okkur sé slæmt þá verð ég hissa. Það er góð eining í hópnum og allir ákveðnir í að koma okkur á sigurbraut," sagði Kompany.

„Það er engin spenna í hópnum. Það er góður liðsandi þó það sé náttúrulega mikilvægt að menn tali hreint út við hvorn annan. Þessar sögur sem eru í blöðunum hafa verið búnar til af fólki sem var ekkert á staðnum."

Kompany var virkilega ánægður með jafnteflið á Anfield um síðustu helgi og segir þau úrslit hleypa enn meira sjálfstrausti í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×