Innlent

Umræða um nefndir sé röng

Silja Bára hvetur Jón Daníelsson til að tilgreina þau mistök sem hann telur hafa verið gerð í Icesave-samningum.fréttablaðið/hörður
Silja Bára hvetur Jón Daníelsson til að tilgreina þau mistök sem hann telur hafa verið gerð í Icesave-samningum.fréttablaðið/hörður

Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir misskilnings gæta varðandi umræður um samninganefndir Breta og Hollendinga í Icesave-málum. Í þeim hafi setið embættismenn úr fjármálaráðuneytum landanna.

Kveikja orða Silju Báru, sem finna má á heimasíðu hennar, er fullyrðingar Jóns Daníelssonar hagfræðings um að nefndarmenn landanna tveggja hafi verið reyndir samningamenn en Íslendingar hafi teflt fram stjórnmála- og embættismönnum. Hún segir íslensku nefndina í raun hafa breiðari bakgrunn. Þá hvetur hún Jón til að tilgreina þau mistök sem hann segir hafa verið gerð í samningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×