Lífið

Réðst á ljósmyndara

Lily Allen kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndara sem klessti á bíl hennar í London síðasta fimmtudag.
Lily Allen kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndara sem klessti á bíl hennar í London síðasta fimmtudag.

Lily Allen missti stjórn á skapi sínu og réðst á ljósmyndara í London á fimmtudagskvöldið. Lily, sem er 23 ára, kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndarann eftir að hann keyrði á bíl hennar þegar hún var að koma í upptökustúdíó.

Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Star rakst bíll ljósmyndarann í bíl söngkonunnar sem missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og þurftu öryggisverðir hennar að draga hana í burtu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonan hellir sér yfir ljósmyndara, en árið 2007 fékk hún lögregluviðvörun eftir að hún kýldi ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í London með þeim afleiðingum að hann fékk blóðnasir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.