Erlent

Hóta að loka rúmlega 20 sjúkrastofnunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa hótað að sekta og jafnvel láta loka rúmlega 20 sjúkrastofnunum sem standast engan veginn kröfur um hreinlæti og almennan þrifnað. Kveður svo rammt að þessu að á átta þessara stofnana eru sjúklingarnir beinlínis taldir í hættu vegna óþrifnaðar fremur en sjúkdómsástands. Nýjar reglur í Bretlandi heimila nú stjórnvöldum að sekta sjúkrastofnanir um tugi milljóna sé hreinlæti ekki í góðu horfi hjá þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×