Innlent

Nokkrir yfirheyrðir vegna ránsins á Arnarnesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í morgun yfirheyrt nokkra menn vegna ránsins á heimili roskinna hjóna á Arnarnesi í fyrrakvöld, en engin hefur verið handtekinn. Unnið er eftir ýmsum vísbendingum, sem borist hafa lögrelgunni.

Mennirnir, sem taldir eru vera um tvítugt, íslenskir og um 180 sentímetrar á hæð, voru grímuklæddir og vopnaðir hnífum. Þeir felldu konuna og höfðu í hótunum á meðan þeir létu greipar sópa, og skáru svo á símalínur áður en þeir fóru. Framferði þeirra var óvenju fólskulegt og leggur lögregla mikla áherslu á að upplýsa málið.

Meðal annars er nú unnið eftir ýmsum vísbendingum, sem lögreglu hefur borist. Hún biður alla þá, sem einhverju ljósi gæti varpað á málið að hafa samband sem fyrst. Náist til þeirra verða þeir væntanlega sakaðir um húsbrot, líkamsárás, hótanir, frelsissviftingu og rán. Lögreglan leggur mikið kapp á rannsóknina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×