Enski boltinn

Stuðningsmaður Tottenham réði Arsenal-mann í vinnu

David Triesman, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins
David Triesman, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins NordicPhotos/GettyImages

Ian Watmore var í dag ráðinn framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins.

Watmore tekur við af Brian Barwick sem gegnt hafði stöðunni frá árinu 2005 en lét af störfum í desember.

Watmore er fyrrum stjórnmálamaður líkt og stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, David Triesman, en sá beitti sér fyrir ráðningu Watmore.

Bæði Triesman og Watmore eru miklir knattspyrnuáhugamenn eins og gefur að skilja.

Til gamans má geta að stjórnarformaðurinn heldur með Tottenham en Watmore hefur haldið með erkifjendunum í Arsenal frá blautu barnsbeini.

Nýi framkvæmdastjórinn tekur ekki til starfa fyrr en í júní þegar hann lýkur störfum hjá ráðuneyti sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×