Innlent

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins fékk rjómatertu

Forstjóri Samkeppniseftirlistins fékk rjómatertu að gjöf í dag í tilefni þess að það hefur tekið eftirlitið tvö ár að rannsaka meint samkeppnisbrot Lyf og Heilsu. Sá sem gaf tertuna segir ekki eðlilegt að bíða þurfi í tvö ár eftir úrskurði.

Það eru meira en tvö ár síðan Ólafur Adolfsson kvartaði til Samkeppniseftirlitsin undan Lyf og Heilsu sem er í samkeppni við apótek sem Ólafur rekur á Akranesi.

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Lyf og Heilsu en þrátt fyrir að það séu tvö ár síðan bólar ekkert á niðurstöðu í málinu. Ólafur Adolfsson er þreyttur á að bíða og sýndi það í dag með því að færa forstjóra samkeppniseftirlitsins forláta rjómatertu til að fagna tveggja ára afmæli ransóknarinnar.





Rjómatertan forláta.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri samkeppniseftilisins tók vel í erindi Ólafs. Hann segir að málið sé flókið og taki þar af leiðandi langan tíma. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að menn vildu sjá fyrir endann á málinu eftir svo langan tíma.

Hann segir ólíklegt að Ólafur þurfi að mæta að ári til að fagna þriggja ára afmæli rannsóknarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×