Óbreytt frumvarp bryti mannréttindi 18. ágúst 2009 03:45 Ragnar Aðalsteinsson Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem sérhæfir sig í mannréttindum, telur að ef frumvarpi um kyrrsetningu eigna verði ekki breytt kunni það að skerða mannréttindi skattborgaranna. „Ég tel að endursemja verði frumvarpið og setja nánari skilgreiningar á því hvenær heimilt verði að beita kyrrsetningu. Að öðrum kosti kann þetta að skerða mannréttindi skattborgaranna bæði er varða reglur um að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð og eignarréttarvernd stjórnarskrár," segir Ragnar, sem var gestur efnahags- og skattanefndar þegar frumvarpið var til umræðu í gær. Mikið hefur verið rætt um heimild til frystingar eigna vegna rannsóknar á bankahruninu. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi þar sem skattrannsóknarstjóra ríkisins verður heimilt að kyrrsetja eigur aðila sem eru til rannsóknar hjá embættinu. Efnahags- og skattanefnd er með málið til umfjöllunar og ásamt Ragnari komu ASÍ, SA og Samtök fjármálafyrirtækja á fund nefndarinnar í gær. Brynjar Níelsson lögmaður telur að frumvarpið sé allt of víðtækt og í raun óþarfi. Í lögum um sakamál er mælt fyrir um að lögregla geti kyrrsett eigur ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan. „Ef það er grunur um brot getur skattrannsóknarstjóri farið með málið til lögreglu og látið hana kyrrsetja eigurnar þó að rannsóknin sé áfram hjá skattinum," segir Brynjar. Brynjar Níelsson Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi í efnahags- og skattanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er hræddur um að frumvarpið sé ekki nógu ígrundað og úrræðin skerði réttaröryggi og mannréttindi borgaranna. Í frumvarpinu séu yfirvöldum gefin mikil völd til að ganga að einstaklingum. „Frumvarpið er opið leyfi fyrir stjórnvöld. Menn halda að heimildinni verði ekki misbeitt en við getum horft til Bretlands í þeim efnum. Þeir settu hryðjuverkalög sem átti bara að nota gegn hryðjuverkamönnum en svo var heimildinni beitt gegn Íslandi." Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar, segir að nefndin taki athugasemdir Ragnars alvarlega. Enn eigi réttarfarsnefnd þó eftir að koma fyrir nefndina og eftir það verði tekin ákvörðun um hvort vinna eigi frumvarpið aftur. „Ég held að þessi gagnrýni sé réttmæt og hana þarf að taka til greina því ákveðin hætta er á því að gengið verði á rétt grunaðra sem geta reynst saklausir," segir Lilja. Því þarf að vera á hreinu hvenær sá grunaði getur andmælt, að hve miklu leyti og hversu mikið af eignum er hægt að frysta og hversu lengi, að mati Lilju. vidir@frettabladid.is Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem sérhæfir sig í mannréttindum, telur að ef frumvarpi um kyrrsetningu eigna verði ekki breytt kunni það að skerða mannréttindi skattborgaranna. „Ég tel að endursemja verði frumvarpið og setja nánari skilgreiningar á því hvenær heimilt verði að beita kyrrsetningu. Að öðrum kosti kann þetta að skerða mannréttindi skattborgaranna bæði er varða reglur um að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð og eignarréttarvernd stjórnarskrár," segir Ragnar, sem var gestur efnahags- og skattanefndar þegar frumvarpið var til umræðu í gær. Mikið hefur verið rætt um heimild til frystingar eigna vegna rannsóknar á bankahruninu. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi þar sem skattrannsóknarstjóra ríkisins verður heimilt að kyrrsetja eigur aðila sem eru til rannsóknar hjá embættinu. Efnahags- og skattanefnd er með málið til umfjöllunar og ásamt Ragnari komu ASÍ, SA og Samtök fjármálafyrirtækja á fund nefndarinnar í gær. Brynjar Níelsson lögmaður telur að frumvarpið sé allt of víðtækt og í raun óþarfi. Í lögum um sakamál er mælt fyrir um að lögregla geti kyrrsett eigur ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan. „Ef það er grunur um brot getur skattrannsóknarstjóri farið með málið til lögreglu og látið hana kyrrsetja eigurnar þó að rannsóknin sé áfram hjá skattinum," segir Brynjar. Brynjar Níelsson Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi í efnahags- og skattanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er hræddur um að frumvarpið sé ekki nógu ígrundað og úrræðin skerði réttaröryggi og mannréttindi borgaranna. Í frumvarpinu séu yfirvöldum gefin mikil völd til að ganga að einstaklingum. „Frumvarpið er opið leyfi fyrir stjórnvöld. Menn halda að heimildinni verði ekki misbeitt en við getum horft til Bretlands í þeim efnum. Þeir settu hryðjuverkalög sem átti bara að nota gegn hryðjuverkamönnum en svo var heimildinni beitt gegn Íslandi." Lilja Mósesdóttir, varaformaður efnahags- og skattanefndar, segir að nefndin taki athugasemdir Ragnars alvarlega. Enn eigi réttarfarsnefnd þó eftir að koma fyrir nefndina og eftir það verði tekin ákvörðun um hvort vinna eigi frumvarpið aftur. „Ég held að þessi gagnrýni sé réttmæt og hana þarf að taka til greina því ákveðin hætta er á því að gengið verði á rétt grunaðra sem geta reynst saklausir," segir Lilja. Því þarf að vera á hreinu hvenær sá grunaði getur andmælt, að hve miklu leyti og hversu mikið af eignum er hægt að frysta og hversu lengi, að mati Lilju. vidir@frettabladid.is
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira