Lífið

Draugaslóð tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna

Kristín Helga Gunnarsdóttir tekur við tilnefningunni í Hjallaskóla í dag. Mynd/ Félag fagfólks á skólasöfnum.
Kristín Helga Gunnarsdóttir tekur við tilnefningunni í Hjallaskóla í dag. Mynd/ Félag fagfólks á skólasöfnum.

Bókin Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2009. Norrænu barnabókaverðlaunin eru veitt af Nordisk skolebibliotekarforening, norrænum samtökum skólasafnskennara, sem Ísland er aðili að og var það Félag fagfólks á skólasöfnum sem tilnefndi Draugaslóð.

Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1985 en sú breyting hefur orðið á að nú eru þau peningaverðlaun og veitt annað hvort ár. Dómnefndin er skipuð fulltrúum allra Norðurlandanna. Hún fundar um miðjan mars og fulltrúi Íslands í nefndinni er Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, skólasafnskennari í Langholtsskóla. Verðlaunin verða svo afhent á ráðstefnu Nordisk skolebibliotekarforening í Finnlandi næsta haust.

Fjórum sinnum hafa verðlaunin komið í hlut íslenskra höfunda. Árið 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir þau, 2003 Kristín Steinsdóttir, 2005 Ragnheiður Gestsdóttir og 2007 Brynhildur Þórarinsdóttir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.