Enski boltinn

Vennegoor of Hesselink til Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jan Vennegoor of Hesselink í leik með Celtic.
Jan Vennegoor of Hesselink í leik með Celtic. Nordic Photos / Getty Images

Maðurinn með langa eftirnafnið, Hollendingurinn Jan Vennegoor of Hesselink, hefur gengið til liðs við Hull og samið við liðið til næstu tveggja ára.

Hann hefur verið án félags síðan í byrjun júli er samningur hans við Celtic í Skotlandi rann út.

Paul Duffen, stjórnarformaður Hull, segir að félagið hafi þurft að etja kappi við nokkur stór félög í baráttunni um að fá Vennegoor of Hesselink til sín.

„Við vildum fá leikreyndan sóknarmann í hæsta gæðaflokki sem er duglegur að skora mörk. Jan hefur verið duglegur að skora í bestu deildum Evrópu," sagði Duffen.

„Það er það sem við þurfum. Við skoruðum ekki nægilega mikið af mörkum á síðasta tímabili. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum og Jan mun hjálpa þeim með því að miðla af sinni reynslu til þeirra."

Vennegoor of Hesselink skoraði alls 76 mörk í 157 leikjum með PSV Eindhoven í Hollandi og fór svo til Celtic árið 2006. Hann skoraði alls 38 mörk fyrir félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×