Efnahagsmálin eru brýnustu verkefnin 27. apríl 2009 05:30 Efnahagsmál eru brýnustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Um það eru þingmenn Samfylkingarinnar og VG sammála. Á hinn bóginn er fyrirséð að dýpst verði á samkomulagi um lausn á Evrópumálunum í viðræðum flokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Formenn og varaformenn flokkanna ræddust við á þriggja stunda löngum fundi á heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í vesturbæ Reykjavíkur í gær og lögðu línur fyrir frekari viðræður næstu daga. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var fyrst og fremst rætt um praktísk mál en hvorki um hugmyndafræði né áherslur. Þó var tæpt á nokkrum málum, til dæmis Evrópumálum, umhverfismálum og breytingum á stjórnarráðinu og þau, ásamt öðrum, sett í viðræðuáætlun. Fyrir liggur vilji beggja flokka til að stokka upp verkaskiptingu ráðuneyta og er í því efni horft til sameiningar iðnaðarráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og færslu allra verkefna er lúta að efnahagsmálum úr þremur ráðuneytum, eins og nú er, í eitt. Lausn efnahagsvandans verður meginverkefni nýrrar ríkisstjórnar en Samfylkingin og VG vilja nálgast það með ólíkum hætti. Samfylkingin leggur ríka áherslu á að hið fyrsta verði sótt um aðild að Evrópusambandinu og hefur þá trú að við það eitt vænkist staða lands og þjóðar. VG lítur á hinn bóginn svo á að nauðsynlegt sé að grípa til margvíslegra efnahagsaðgerða á fyrstu starfsvikum nýrrar stjórnar. Ekki stoði að bíða eftir niðurstöðum viðræðna flokkanna um leiðir í ESB-málinu. Það mál sé enda algjörlega óútkljáð. Þingmenn og forystumenn beggja flokka eru bjartsýnir á að framhald verði á stjórnarsamstarfinu. Í herbúðum beggja er þó lýst áhyggjum af Evrópumálunum sem kunni að verða ásteytingarsteinn. Benda Samfylkingarmenn á að þeir geti hæglega snúið sér annað við myndun ríkisstjórnar en VG-liðar segja fylgisaukningu sína til marks um ríkan vilja til að hafa flokkinn áfram við stjórnvölinn. Nýir þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman til fundar í dag og mun Jóhanna Sigurðardóttir ganga að honum loknum á fund forseta Íslands og upplýsa hann um stöðu mála. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Efnahagsmál eru brýnustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Um það eru þingmenn Samfylkingarinnar og VG sammála. Á hinn bóginn er fyrirséð að dýpst verði á samkomulagi um lausn á Evrópumálunum í viðræðum flokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Formenn og varaformenn flokkanna ræddust við á þriggja stunda löngum fundi á heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í vesturbæ Reykjavíkur í gær og lögðu línur fyrir frekari viðræður næstu daga. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var fyrst og fremst rætt um praktísk mál en hvorki um hugmyndafræði né áherslur. Þó var tæpt á nokkrum málum, til dæmis Evrópumálum, umhverfismálum og breytingum á stjórnarráðinu og þau, ásamt öðrum, sett í viðræðuáætlun. Fyrir liggur vilji beggja flokka til að stokka upp verkaskiptingu ráðuneyta og er í því efni horft til sameiningar iðnaðarráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og færslu allra verkefna er lúta að efnahagsmálum úr þremur ráðuneytum, eins og nú er, í eitt. Lausn efnahagsvandans verður meginverkefni nýrrar ríkisstjórnar en Samfylkingin og VG vilja nálgast það með ólíkum hætti. Samfylkingin leggur ríka áherslu á að hið fyrsta verði sótt um aðild að Evrópusambandinu og hefur þá trú að við það eitt vænkist staða lands og þjóðar. VG lítur á hinn bóginn svo á að nauðsynlegt sé að grípa til margvíslegra efnahagsaðgerða á fyrstu starfsvikum nýrrar stjórnar. Ekki stoði að bíða eftir niðurstöðum viðræðna flokkanna um leiðir í ESB-málinu. Það mál sé enda algjörlega óútkljáð. Þingmenn og forystumenn beggja flokka eru bjartsýnir á að framhald verði á stjórnarsamstarfinu. Í herbúðum beggja er þó lýst áhyggjum af Evrópumálunum sem kunni að verða ásteytingarsteinn. Benda Samfylkingarmenn á að þeir geti hæglega snúið sér annað við myndun ríkisstjórnar en VG-liðar segja fylgisaukningu sína til marks um ríkan vilja til að hafa flokkinn áfram við stjórnvölinn. Nýir þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman til fundar í dag og mun Jóhanna Sigurðardóttir ganga að honum loknum á fund forseta Íslands og upplýsa hann um stöðu mála.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira