Enski boltinn

Defoe þarf í aðgerð

Elvar Geir Magnússon skrifar

Jermain Defoe, sóknarmaður Tottenham, fer í aðgerð á þriðjudag vegna ristarbrots. Hann verður frá vegna meiðslana í um tíu vikur.

Defoe gekk til liðs við Tottenham frá Portsmouth í síðasta mánuði en eftir læknisskoðun í dag kom í ljós að hann þarf í aðgerð. Hann mun missa af úrslitaleik enska deildabikarsins 1. mars en þá leikur Tottenham við Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×