Innlent

Ólafur F. vill innkalla lóðir Björgólfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Ólafur vill að borgin innkalli húsið til sín sem og lóðir við Laugaveg þar sem listaháskóli er fyrirhugaður.
Ólafur vill að borgin innkalli húsið til sín sem og lóðir við Laugaveg þar sem listaháskóli er fyrirhugaður. fréttablaðið/vilhelm
Ólafur F. Magnússon vill að borgin leysi til sín lóðir sem Björgólfsfeðgar eiga í Reykjavík. Hann hefur boðað tillöguflutning þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi. Er þar horft til lóða við Laugaveg þar sem listaháskóli er fyrirhugaður og Fríkirkjuveg 11.

Í tilkynningu Ólafs segir að tilkoma risavaxins Listaskóla við Laugaveg sé skipulagsslys sem verði að afstýra. Þá sé mjög ólíklegt að núverandi eigendur Fríkirkjuvegar 11 geti staðið við skuldbindingar sínar. Til að vernda menningarsöguleg verðmæti eigi borgin að innkalla eignirnar til sín gegn litlu sem engu gjaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×