Lífið

Slumdog Millionaire með 11 verðlaun á BAFTA

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mickey Rourke fremstur í hópi verðlaunahafa á BAFTA-hátíðinni í gær.
Mickey Rourke fremstur í hópi verðlaunahafa á BAFTA-hátíðinni í gær. MYND/PA

Besta leikstjórn, besta handritið og besta myndin var meðal þess sem kvikmynd Dannys Boyle, Slumdog Millionaire, eða Viltu vinna milljarð, hlaut verðlaun fyrir á BAFTA-hátíðinni um helgina en þar velur breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían þau stykki sem að hennar mati hafa skarað fram úr á skjá og tjaldi.

Slumdog Millionaire hlaut alls 11 tilnefningar og af þeim urðu sjö að verðlaunum. Ljóst þykir að myndin muni blanda sér í toppbaráttuna á Óskarsverðlaunahátíðinni eftir hálfan mánuð en fyrir hefur hún hlotið fern Golden Globe-verðlaun svo nú vantar bara styttuna góðu sem einhverjum hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni fannst svo lík Óskari frænda sínum að það nafn festist við hana.

Kate Winslet og Mickey Rourke tóku einnig við verðlaunum í gærkvöldi, hún fyrir besta kvenaðalhlutverkið í kvikmyndinni The Reader en hann fyrir aðalhlutverkið í The Wrestler þar sem gamla brýnið þykir heldur betur snúa aftur á tjaldið með látum eftir nokkurt hlé.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.