„Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2009 10:40 Mynd/Arnþór Birkisson Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að ef Ögmundur leggist gegn ríkisábyrgð vegna Icesave samningsins á þingi springi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Mikill titringur mun vera innan VG vegna málsins og þá er samband Ögmundar og formanns flokksins sagt stirt. Einn af 63 þingmönnum „Það má setja málin upp með ýmsum hætti. Hver er með líf hvers í höndunum? Ég held að þetta snúist á endanum um hagsæld íslensku þjóðarinnar og hvað er lífvænlegast fyrir hana að gera," segir Ögmundur aðspurður um frétt Fréttablaðsins. Ráðherrann segist einungis vera einn af 63 þingmönnum. Icesave málið sé málefni þingsins. „Þar eru atkvæði jöfn og mitt atkvæði vegur ekki þyngra en atkvæði annarra."Sambandið ekki stirt Ögmundur segir að sér og formanni flokksins hafi blessunarlega tekist að koma í veg fyrir að skoðanamunur þeirra í málinu hafi áhrif á persónulegt samband þeirra. „Það er mjög gott samband á milli okkar Steingríms Sigfússonar nú sem endranær þó að við séum ekki á einu máli hvað Icesave deiluna varðar," segir Ögmundur. Ekki sé stirt á milli þeirra. Ríkur vilji í þinginu til að leysa málið Ráðherrann er vongóður um að ef allir leggist á árarnar náist breið samstaða í málinu. Það sé mjög brýnt fyrir hagsmuni Íslands. „Ég hef talað fyrir því að niðurstaðan verði 63-0 í því sem við gerum. Við höfum ekki efni á því fara með klofið þing og klofna þjóð inn í eins afdrifaríka skuldbundingar og Icesave samningarnir fela í sér." Ögmundur telur að það sé ríkur vilji til þess meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi að ná samstöðu um lausn í málinu. „Ég heyri mjög góða tóna úr öllum áttum hvað þetta snertir. Það er ásetningur manna að leysa þetta mál." Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að ef Ögmundur leggist gegn ríkisábyrgð vegna Icesave samningsins á þingi springi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Mikill titringur mun vera innan VG vegna málsins og þá er samband Ögmundar og formanns flokksins sagt stirt. Einn af 63 þingmönnum „Það má setja málin upp með ýmsum hætti. Hver er með líf hvers í höndunum? Ég held að þetta snúist á endanum um hagsæld íslensku þjóðarinnar og hvað er lífvænlegast fyrir hana að gera," segir Ögmundur aðspurður um frétt Fréttablaðsins. Ráðherrann segist einungis vera einn af 63 þingmönnum. Icesave málið sé málefni þingsins. „Þar eru atkvæði jöfn og mitt atkvæði vegur ekki þyngra en atkvæði annarra."Sambandið ekki stirt Ögmundur segir að sér og formanni flokksins hafi blessunarlega tekist að koma í veg fyrir að skoðanamunur þeirra í málinu hafi áhrif á persónulegt samband þeirra. „Það er mjög gott samband á milli okkar Steingríms Sigfússonar nú sem endranær þó að við séum ekki á einu máli hvað Icesave deiluna varðar," segir Ögmundur. Ekki sé stirt á milli þeirra. Ríkur vilji í þinginu til að leysa málið Ráðherrann er vongóður um að ef allir leggist á árarnar náist breið samstaða í málinu. Það sé mjög brýnt fyrir hagsmuni Íslands. „Ég hef talað fyrir því að niðurstaðan verði 63-0 í því sem við gerum. Við höfum ekki efni á því fara með klofið þing og klofna þjóð inn í eins afdrifaríka skuldbundingar og Icesave samningarnir fela í sér." Ögmundur telur að það sé ríkur vilji til þess meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi að ná samstöðu um lausn í málinu. „Ég heyri mjög góða tóna úr öllum áttum hvað þetta snertir. Það er ásetningur manna að leysa þetta mál."
Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00