„Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2009 10:40 Mynd/Arnþór Birkisson Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að ef Ögmundur leggist gegn ríkisábyrgð vegna Icesave samningsins á þingi springi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Mikill titringur mun vera innan VG vegna málsins og þá er samband Ögmundar og formanns flokksins sagt stirt. Einn af 63 þingmönnum „Það má setja málin upp með ýmsum hætti. Hver er með líf hvers í höndunum? Ég held að þetta snúist á endanum um hagsæld íslensku þjóðarinnar og hvað er lífvænlegast fyrir hana að gera," segir Ögmundur aðspurður um frétt Fréttablaðsins. Ráðherrann segist einungis vera einn af 63 þingmönnum. Icesave málið sé málefni þingsins. „Þar eru atkvæði jöfn og mitt atkvæði vegur ekki þyngra en atkvæði annarra."Sambandið ekki stirt Ögmundur segir að sér og formanni flokksins hafi blessunarlega tekist að koma í veg fyrir að skoðanamunur þeirra í málinu hafi áhrif á persónulegt samband þeirra. „Það er mjög gott samband á milli okkar Steingríms Sigfússonar nú sem endranær þó að við séum ekki á einu máli hvað Icesave deiluna varðar," segir Ögmundur. Ekki sé stirt á milli þeirra. Ríkur vilji í þinginu til að leysa málið Ráðherrann er vongóður um að ef allir leggist á árarnar náist breið samstaða í málinu. Það sé mjög brýnt fyrir hagsmuni Íslands. „Ég hef talað fyrir því að niðurstaðan verði 63-0 í því sem við gerum. Við höfum ekki efni á því fara með klofið þing og klofna þjóð inn í eins afdrifaríka skuldbundingar og Icesave samningarnir fela í sér." Ögmundur telur að það sé ríkur vilji til þess meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi að ná samstöðu um lausn í málinu. „Ég heyri mjög góða tóna úr öllum áttum hvað þetta snertir. Það er ásetningur manna að leysa þetta mál." Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að ef Ögmundur leggist gegn ríkisábyrgð vegna Icesave samningsins á þingi springi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Mikill titringur mun vera innan VG vegna málsins og þá er samband Ögmundar og formanns flokksins sagt stirt. Einn af 63 þingmönnum „Það má setja málin upp með ýmsum hætti. Hver er með líf hvers í höndunum? Ég held að þetta snúist á endanum um hagsæld íslensku þjóðarinnar og hvað er lífvænlegast fyrir hana að gera," segir Ögmundur aðspurður um frétt Fréttablaðsins. Ráðherrann segist einungis vera einn af 63 þingmönnum. Icesave málið sé málefni þingsins. „Þar eru atkvæði jöfn og mitt atkvæði vegur ekki þyngra en atkvæði annarra."Sambandið ekki stirt Ögmundur segir að sér og formanni flokksins hafi blessunarlega tekist að koma í veg fyrir að skoðanamunur þeirra í málinu hafi áhrif á persónulegt samband þeirra. „Það er mjög gott samband á milli okkar Steingríms Sigfússonar nú sem endranær þó að við séum ekki á einu máli hvað Icesave deiluna varðar," segir Ögmundur. Ekki sé stirt á milli þeirra. Ríkur vilji í þinginu til að leysa málið Ráðherrann er vongóður um að ef allir leggist á árarnar náist breið samstaða í málinu. Það sé mjög brýnt fyrir hagsmuni Íslands. „Ég hef talað fyrir því að niðurstaðan verði 63-0 í því sem við gerum. Við höfum ekki efni á því fara með klofið þing og klofna þjóð inn í eins afdrifaríka skuldbundingar og Icesave samningarnir fela í sér." Ögmundur telur að það sé ríkur vilji til þess meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi að ná samstöðu um lausn í málinu. „Ég heyri mjög góða tóna úr öllum áttum hvað þetta snertir. Það er ásetningur manna að leysa þetta mál."
Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent