Innlent

Árleg hundasýning haldin í reiðhöll Fáks

Frá hundasýningunni í dag.
Frá hundasýningunni í dag. Mynd/Sigurjón
Um helgina tóku rúmlega 650 hundar af 82 hundakynjum í hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands í reiðhöll Fáks í Víðidal.

Sýningar félagsins hafa stækkað ár frá ári og er sú staðreynd talinn endurspegla mikinn áhuga Íslendinga á hundum og hreinræktun þeirra. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

Að þessu sinni voru meðal dómara fimm einstaklingar frá fjórum löndum, Kanada, Noregi, Sviss og Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×