Innlent

Fallnir af þingi

Frjálslyndi flokkurinn þurrkaðist út af Alþingi í þingkosningum. Meðal annarra sem féllu voru Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna.

Frjálslyndi flokkurinn er nú horfinn af Alþingi eftir tíu ára veru þar en formaður hans, Guðjón Arnar Kristjánsson, hafði þó setið lengur á þingi, en hann kom fyrst inn sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkin fyrir átján árum. Aðrir þingmenn Frjálslyndra sem féllu nú voru Grétar Mar Jónsson og Karl V. Matthíasson.

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra var eini ráðherrann sem féll út af Alþingi í kosningunum en hún var þó lengi inni meðan á talningu stóð. Þá náði þingflokksformaður sjálfstæðismanna, Arnbjörg Sveinsdóttir, ekki endurkjöri, og einnig féllu sjálfstæðsimennirnir Sigurður Kári Kristjánsson, Ásta Möller og Kjartan Ólafsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×