Þrjátíu og sex ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa sparkað í höfuð fórnarlambs með þeim afleiðingum að blæðandi sár myndaðist á vinstra eyra og vörum og bóglur mynduðust við hægra auga. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum Kaffi Edinborg við Aðalstræti á Ísafirði í október á síðasta ári. Málið var þingfest í héraðsdómi Vestfjarða í dag.
Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls málskotnaðar. Auk þess gerir brotaþoli kröfu um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 625.965 krónur.
Ákærð fyrir að sparka í höfuð á skemmtistað

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.