Innlent

Þrálát bræla tefur kolmunnaveiðar

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Þrálát bræla hefur tafið kolmunnaveiðar íslenskra fiskiskipa vestur af Skotlandi, en þokkalegur afli hefur fengist þær stundir sem veður leyfir. Þar eru nú tíu íslensk fjölveiðiskip og er hluti aflans frystur um borð í sumum þeirra, en afgangurinn fer í bræðslu. Búið er að landa hátt í fimmtán þúsund tonnum af kolmunna hér á landi frá áramótum, en þar af hafa nokkur færeysk skip landað hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×