Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 20. ágúst 2009 14:30 Marvin að kjassa hundinn sinn, Mjölni. „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess. Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
„Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess.
Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39
Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30