Innlent

Tilfinningahiti í sölum Alþingis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir segir að sér hafi aldrei verið jafn þungt fyrir brjósti. Mynd/ Vilhelm.
Þórunn Sveinbjarnardóttir segir að sér hafi aldrei verið jafn þungt fyrir brjósti. Mynd/ Vilhelm.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, við upphaf þingfundar í dag. Höskuldur hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. Þórunn neitaði því hins vegar að Umboðsmaður hafi gefið frá sér slíkt álit.

Þórunn sagði að það væri alvarlegt að vera borin þungum sökum úr ræðustól Alþingis. „Og það hlýtur að leiða til þess að sá sem lét ummælin falla biðjist afsökunar og dragi ummælin til baka," sagði Þórunn.

Höskuldur sagði hins vegar að það væri erfitt að vera borinn þeim sökum að hafa beinlínis logið í ræðustól Alþingis. Hann stæði við orð sín og myndi birta álit Umboðsmanns eins og hann túlkaði það á heimasíðu sinni.

Þórunn svaraði Höskuldi að bragði og furðaði sig á viðbrögðum Þórhalls. „Öll þau ár sem ég hef verið í þessum sal hefur mér aldrei verið jafn þungt fyrir brjósti og nú," sagði Þórunn. Hún sagði að Höskuldur hlyti að draga ummæli sín til baka og leyfa sannleikanum að njóta sín í sal Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×