Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er fyrirhugaðri komu Anders Fogh Rasmussen, aðalritara Atlantshafsbandalagsins, hingað til lands, en hann er væntanlegur í vikunni.
Í ályktuninni segir að sjaldan sé ein báran stök, kreppa hafi dunið á þjóðinni, kvikusöfnun sé í helstu eldstöðvum landsins og nú sé von á Anders Fogh til landsins. Samtökin segja vandséð hvernig íslenskir ráðamenn geti frábeðið sér heimsókn ísraelsks ráðherra vegna árása Ísarelsmanna, en fundað síðan með „aðalritaranum vígfúsa“.- kóp