Innlent

Þúsundir útstrikana í Reykjavík - niðurstaða eftir helgi

Talið er að Guðlaugur Þór Þórðarson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hafi verið strikaður nokkuð út vegna umdeildra styrkjamála hans og flokksins.
Talið er að Guðlaugur Þór Þórðarson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hafi verið strikaður nokkuð út vegna umdeildra styrkjamála hans og flokksins.

Ljóst er að töluvert var um útstrikanir í kosningunum í gær og þá sérstaklega í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðurkjördæmi. Formenn yfirkjörstjórna í Reykjavík segja hinsvegar að ekki verði ljóst fyrr en eftir helgi hvort einhverjir færist til eða detti út af listum. Kjörseðlarnir skipti þúsundum en einnig sé nokkuð um tilfærslur með númerum.

Úr Suðurkjörædmi fengust þær upplýsingar að yfirkjörstjórn væri að skoða umrædda seðla og líklega myndi eitthvað skýrast í dag.

Í Norðvesturkjördæmi var búið að fara yfir útstrikanir sem hafa engin áhrif á listana. Í Norðausturkjördæmi var ekki mikið um útstrikanir en verið er að fara yfir málið í dag.

Ekki hafa fengist upplýsingar úr Suðvesturkjördæmi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×